Nýjar myndir

Ég hef auðvitað ekkert að segja frekar en fyrri daginn.....nema kannski ég skráði mig aftur í áfangana sem ég var í á síðustu önn....en nú í fjarnámi....kemur bara í ljós hvernig það fer þar sem ég er nú enginn tölvusnillingur.....

En ég setti inn nokkrar nýlegar myndir og auðvitað þar sem ég kann ekki að setja myndir hér inn með færslunni þá birtast þær hér á hliðinni eða í albúmunum...þetta eru nokkrar myndir af litlu snúllu og svo mamma og pabbi ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér hvernig þau líta útLoL

En nú verð ég meira við tölvuna svo það ætti varla að vera mikið mál að henda inn einni og einni færslu....það er svosem alveg nóg um að vera hjá mér, svo það ætti ekki að vera vandamálið...

Ég fór t.d í mjög fallegt brúðkaup hjá henni Ellusprellu ekki alls fyrir löngu....mjög eftirminnilegur dagur sem ég hefði ekki viljað missa af...og þau voru svo falleg brúðhjónin...og bara öll fjölskyldan...

Nú og svo tók ég mig til og labbaði uppí Kópavog í dag með tvær yngstu stelpurnar mínar....sú yngri auðvitað í vagninum....og svo var farið heim og grillað....annar frábær dagur þar...

bless í bili...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Helga Nanna. Auður mamma Elínar hér. Rakst á síðuna þína og mátti til með að kommenta á þessar fallegu myndir. Mikið er hún fín og mikil snúlla hún Henný Katrín.Takk fyrir falleg orð um brúðkaupið og fyrir komuna þangað, við erum öll mjög glöð með daginn þann, enda ekki annað hægt. Gangi þér vel í fjarnáminu. kveðja Auður

Auður Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Var búin að sakna þín hérna.  Mikið rosalega er hún litla Henný Katrín falleg.  Bara yndisleg.

Gangi þér vel í náminu sæta kona.

Elísabet Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

takk fyrir falleg orð stelpur.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 6.9.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Hulla Dan

Þvílkíkur gullklumpur

Gangi þér vel í fjarnáminu þínu og nú vona ég að þú bloggir pínu oftar.

Hulla Dan, 7.9.2008 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband