Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Annað hvort strákur eða stelpa

Alltaf jafn gaman að þessum blessuðu börnum...við mæðgur vorum staddar í sundi um helgina ásamt Ella kærastanum mínum og hans yngstu dóttir ( 4 ára ) nú ég ákveð að segja minni elstu sem var að skríða í 7 árin að nú sé að fjölga í fjölskyldunni...hún var auðvitað voða spennt og vildi segja stelpunum frá þessu og spurði einnig hvort hún mætti ekki segja Ella frá þessu ( barnsföðurnum þá ) jújú hún rýkur til hans og segir honum að mamma sé með barn í maganum og að það sé annað hvort strákur eða stelpa :)

Nú sú fjögurra ára var búin að fá fréttirnar og kemur til okkar  ( hafði verið mikið hugsi ein með sjálfri sér skammt frá )  þar sem við lágum í andapollinum og segist vera búin að finna nafn á litla barnið og skuli það heita Sólrún Katla? Við spyrjum hana hver heiti þessu nafni ( því frekar frumlegt fannst okkur nafnið vera ),  hún segir að enginn heiti það en að barnið eigi að vera kallað Sólrún Katla....nú þá spyr ég hana hvernig henni hafi eiginlega dottið þetta í hug og sú stutta bara snýr uppá sig og segir hneyksluð: Nú bara afþví að þetta er fallegt nafn.

Og ekki orð um það meir.......


Allt á léttu nótunum ( ætla að reyna við brandarann )

Ljóskann hringir í kærastann sinn og biður hann að koma og hjálpa sér, hún sé í vandræðum með púsluspil.....hann spyr hana hvað púslið eigi að vera fullklárað og hún hikar og segir: mér sýnist þetta eigi að vera Hani....kærastinn mætir til hennar og ætlar að hjálpa henni...þegar hann svo sér púslið fallast honum hendur og hann segir hughreystandi við hana: Nú skulum við aðeins slaka á og fá okkur té í rólegheitunum og 

 

                                                        niður

 

                                                              niður

 

svo skulum við tína kornflexið aftur upp í pakkann

:))

 


Ekkert að gera sig sko

Ég er að reyna að átta mig á hvernig þetta blogg gengur fyrir sig...ekki kann ég að sækja hinar ýmsu myndir og upplýsingar inn á netið ennþá allavega svo ég verð bara að finna útúr þessu hérna.

Er nú samt búin að troða mynd af mér og kærastanum þarna til hliðar...en kann ekki að gera myndaalbúm ennþá en hef trú á að það komi.

Vildi ég gæti sagt ykkur nýjasta ljóskubrandarann sem ég heyrði á dögunum...þar sem hún biður kærastann að hjálpa sér með púslið...en ég myndi auðvitað klúðra honum eða byrja á endinum...

en allavega ég bilaðist úr hlátri...hehe


?

En ég á allavega einn heilan bloggvin og segi nú bara: geri aðrir betur.


Loksins!

Jæja þá gat ég fundið þetta..semsagt ég á að fara inní stjórnborð til að gera færslu.

sjáum hvernig þetta kemur út....

Ég er nú ekkert sú málglaðasta eða hugmyndaríkasta þannig að um framhaldið hér get ég ekkert sagt...en aldrei að vita hvort Ella sprella mun smita mig af þessari blogggleði.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband