Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Henný Katrín

Já það er nafnið sem litla skottið hlaut að lokum....en ég kalla hana ennþá bara Gollu litlu.....

Þetta gekk bara allt frábærlega vel fyrir sig...ég hafði á síðustu stundu fundið hvíta leðursófasettið sem ég var að leita að og það varð auðvitað allt að gerast fyrir veisluna....en nú eru semsé þrír sófar í stofunni því ég get varla séð á eftir gamla sófanum sem er þó ekki orðinn fjögurra ára...

ætla að kasta þessari færslu frá mér áður en ég eyði henni út aftur....takk fyrir áhugann á nafninu....og Hulla þú fyrirgefur mér að það var ekki LísaSmile


rauðar rósir

hehe þarna gabbaði ég ykkur, ég ætla ekkert að tala um rauðar rósir nema síður sé....

en datt þetta í hug í sambandi við þessar líka fínu háræðasprungur sem eru að fegra andlitið á mér og hafa fengið að gera síðan ég var stutt komin á meðgöngunni....svona litlar rauðar stjörnur í smettinu á mér....

en ég er sumsé að fara í lacer á morgun að láta fjarlægja þessi ósköp eins og hægt er....fer uppí domus medica þar sem þetta er á vegum lýtalæknanna....fór fyrir mörgum árum og það bara tókst vel til....er bara alveg búin að fá nóg af þessu búkonulúkki eða þá að vera með lag af meiki til að fela þessi ósköp....ég er nefnilega frekar löt að standa í þessu meikveseni.....

en allavega nóg komið af einhverjum óþarfa upplýsingum....en læt vita hvernig til tókst...

og já ég er komin með nýja tölvu....LOKSINS!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband