Afi og Amma á elliheimilinu

Eldra fólkið óskar hlýju,

að einhver muni það.

Gleymd er amma og gamli afi

- geymd á vísum stað.

Lausnin kemur, leyst er biðin,

ljúft er að hverfa heim.

Þá kemur fólkið og krossar yfir

kistulok hjá þeim.

Kaffiboð og krökkt af blómum.

Já kátleg veisla gerð.

En kærleikurinn við kistulokið

er kannski seint á ferð.

  (Margrét Eyjólfsdóttir frá Flatey á Breiðafirði)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Hér er mikill sannleikur á ferð

Guðrún Jóhannesdóttir, 8.3.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Hulla Dan

Nákvæmlega... Rosalega er þetta rétt.

Hafðu góðan dag mín kæra og farðu vel með þig...

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 09:55

3 Smámynd: Gísli Torfi

já mikið til í þessu ... Amma mín býr á Blönduósi og maður á svosem ekki margar ferðir þangað á ári en þó er alltaf gott að heimsækja þessa elsku.vildi að hún væri nær ... eigðu góða viku Helga mín og Guð blessi þig og þína

Gísli Torfi, 10.3.2008 kl. 10:40

4 identicon

Reykja-nes í Djúpi er allveg spes, betra'en á Núpi!

 Já, Anna úr R-nesi, fann síðuna þína hjá Hullu, gaman að vita af þér og að þú hafir það gott

Anna 'Olafs. (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 18:47

5 Smámynd: Hulla Dan

Múhahahaha
Sammála...

Hulla Dan, 10.3.2008 kl. 20:09

6 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

hahaha...ég var búin að gleyma þessu...okkar stundir æskan góð...eða hvernig sem þetta var hehe

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband