Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Abba forever!

Ég fór á Abba myndina fyrir viku og aftur fyrir 3 dögum og bara verð að sjá hana einusinni enn áður en þeir hætta að sýna hana...

Hehe.. það kemur mér svolítið á óvart hvað ég er með þessa mynd alveg á heilanum og hlusta á Abba daginn út og daginn inn...líka í bílnum og þá í botni, en bara ef ég er ein í bílnum....

En þessi mynd er auðvitað algjör snilld svo ekki sé meira sagt...bæði söngurinn og leikurinn, og svo þegar þetta kemur svona saman með þessum líka brilliant húmor þá bara segi ég pass og viðurkenni mig gjörsigraða.....verð að sjá þessa mynd aftur....bara einusinni ennW00t


Klukkuð af Ellusprellu!

Má til með að svara þessu klukki hér....

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Í fiski ( æðislegt )

Pizza Hut

Ísbúðinni Álfheimum

Selja Herbalife

 

Fjórar bíómyndir sem ég held uppá:

The Game

Girl interrupted

Lion king

Mamma mia

 

Fjórir staðir sem ég hef átt heima á:

Reykjavík

Kópavogur

Keflavík

Suðureyri:)

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Moment of truth

Dr. Phil

Næturvaktin

So you think you can dance

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Frakkland

Spánn

Ítalía

Þýskaland 

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

mbl.is

Fá.is

ekkert annað sem ég skoða daglega 

 

Fernt sem ég held uppá matarkyns:

Kjötsúpu

Harðfisk

pönnupizzu-Pizzahut 

hrísgrjónanúðlur nr 68 á Nings

 

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

Englar alheimsins

Martröð sannleikans ( skáldsaga )

24 stunda bókin

AA-bókin

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Hulla

Elísabet ólöf

Heiða Þórðar

Marianna 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


5 mánaða í dag

Henný KatrínHér er litla skottið...5 mánaða í dag. Hún biður að heilsa ykkur....

Potar maður bara í þá?

Smá saga úr þvottahúsinu...

Ég var að taka úr vélinni á dögunum þegar sú 6 ára kemur til mín og spyr: Mamma hvað gerir maður þegar maður vill byrja með strák?

Hún aftur: Potar maður bara í þá og segir viltu byrja með mér?

Ég alveg að springa úr hlátri, byrjuð að nudda þvottinum fyrir vit mér, því ekki mátti hún sjá að ég sæi eitthvað spaugilegt við þetta og svara: já þú potar bara í þá og segir viltu byrja með mér.

Hún: hvað með ef þeir segja nei?

Ég alveg að missa mig, byrjuð að snýta mér í þvottinn...vissi bara ekki hvernig ég átti að svara barninu frekar en fyrri daginn...en segi: Nú ef hann segir nei, þá segirðu bara: ææ, þá missir þú bara af miklu...

Hún: missa af miklu?

Ég: Jájá, segir það bara.

Hún: Sagðir þú það alltaf þegar strákarnir sögðu nei við þig...

Ég: Jájá, ég sagði þetta alltaf.

Hún: hvað með ef þeir eiga kærustu? Hvað segi ég þá?

Þarna var ég farin að éta þvottinn, en hún alveg grafalvarleg, nýkomin úr skólanum og hefur greinilega viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og vera viðbúin öllum mögulegum og ómögulegum svörum sem gætu komið upp við slíkar aðstæður....og ég svara: Nú ef þeir eiga kærustu þá segirðu bara: Það var nú leitt....

Þetta er barnið sem vaknaði einn morguninn í apríl, teygði úr sér, leit útum gluggan og sagði: Nú er vor í lofti.

Einhverju seinna var ég að reyna að vekja hana og ákvað að tæla hana framúr og segi: Jæja Birna Karen, nú er vor í lofti...sú stutta lítur útum gluggan og segir: Jájá það er vor í lofti, en ekki í jörðu...

Eigið góðan dag elskurnar....


6 september

Jæja þá er sá dagur liðinn með öllu tilheyrandi....en fyrstu fjögur barnabörnin hennar mömmu eru fædd þann dag ( fyrstu þrjú eru þríburar ) voru fermdir í vor og svo kemur mín einhverjum árum seinna, eða hún varð 8 ára í gær.....

og þetta byrjaði allt með svaka stelpupartý hér á föstudaginn og svo var haldin veisla fyrir fjölskylduna í gær og hún fer óðum stækkandi, sko fjölskyldan...svo vorum við auðvitað boðin í veislu til þríburana í gærkvöldi og það var enginn smá dinner..rosalegur kokkur kona bróður míns....ég hefði verið glöð ef ég hefði fengið svona góðan mat síðast þegar ég fór á Lækjarbrekku og fleirri voru sammála um það....

allavega borðaði ég svo mikið að ég held að það dugi mér vel til morguns...


Nýjar myndir

Ég hef auðvitað ekkert að segja frekar en fyrri daginn.....nema kannski ég skráði mig aftur í áfangana sem ég var í á síðustu önn....en nú í fjarnámi....kemur bara í ljós hvernig það fer þar sem ég er nú enginn tölvusnillingur.....

En ég setti inn nokkrar nýlegar myndir og auðvitað þar sem ég kann ekki að setja myndir hér inn með færslunni þá birtast þær hér á hliðinni eða í albúmunum...þetta eru nokkrar myndir af litlu snúllu og svo mamma og pabbi ef einhver hefur verið að velta því fyrir sér hvernig þau líta útLoL

En nú verð ég meira við tölvuna svo það ætti varla að vera mikið mál að henda inn einni og einni færslu....það er svosem alveg nóg um að vera hjá mér, svo það ætti ekki að vera vandamálið...

Ég fór t.d í mjög fallegt brúðkaup hjá henni Ellusprellu ekki alls fyrir löngu....mjög eftirminnilegur dagur sem ég hefði ekki viljað missa af...og þau voru svo falleg brúðhjónin...og bara öll fjölskyldan...

Nú og svo tók ég mig til og labbaði uppí Kópavog í dag með tvær yngstu stelpurnar mínar....sú yngri auðvitað í vagninum....og svo var farið heim og grillað....annar frábær dagur þar...

bless í bili...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband