Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Skóli

Ekki seinna vænna en setjast  aftur á skólabekk, vona ég fái inngöngu núna eftir áramót, en þar sem ég á að eiga 30 mars þá læt ég tvö fög nægja í bili...líka langt síðan ég var í skóla..

Tölvan er að gera mig gráhærða hérna...alltíeinu er ég komin útúr öllu...hún er að gefa sig held ég...þori ekki meira, verð að fá mér flatskjá svo ég geti sett heimilistölvuna í gang...þessi er búin að vera sein og með tóm vandræði...

bless í bili.


Herra Ísland

Ég glápti á byrjunina og svo varð ég að sjá úrslitin fyrst að það þurfti að vera einn flottur strákur í keppninni....en nei þá lendir hann í öðru sæti....eins og mér hefur verið virkilega sama um þessar keppnir hingað til þá bara var ég alls ekki ánægð með þetta...hrikalega var þetta flottur strákur...

en ég stjórna víst ekki öllu því miður og verð alltaf sáttari og sáttari við það með aldrinum og mér verður óneitanlega hugsað til þeirra ára sem ég var í því að reyna að breyta öllum í kringum mig og helst hvað þeir sögðu...því þá yrði líf mitt bærilegra bara ef þetta væri allt eftir mínu höfði...en að breyta sjálfri mér...NEI þess var ekki þörf....það voru bara hinir sem gerðu og sögðu allt vitlaust og voru þar af leiðandi að gera mér lífið leitt...úff hvað var erfitt að vera ég þáLoL


Og það er ein daman í viðbót

Ég fór í sónar á þriðjudag, komin 20 vikur og fékk að vita að ég gengi með stelpu, þannig að sjöunda stelpan er á leiðinni...en ég á tvær fyrir og kallinn fjórar skvísur...mér finnst þetta bara frábært....

Mér líður mjög vel alla daga og hlakka bara til að takast á við þetta allt saman. Hef svosem ekkert meira að segja frekar en fyrri daginn....nema settur dagur er 30 mars ( Hrútur )

Sæl að sinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband