Potar maður bara í þá?

Smá saga úr þvottahúsinu...

Ég var að taka úr vélinni á dögunum þegar sú 6 ára kemur til mín og spyr: Mamma hvað gerir maður þegar maður vill byrja með strák?

Hún aftur: Potar maður bara í þá og segir viltu byrja með mér?

Ég alveg að springa úr hlátri, byrjuð að nudda þvottinum fyrir vit mér, því ekki mátti hún sjá að ég sæi eitthvað spaugilegt við þetta og svara: já þú potar bara í þá og segir viltu byrja með mér.

Hún: hvað með ef þeir segja nei?

Ég alveg að missa mig, byrjuð að snýta mér í þvottinn...vissi bara ekki hvernig ég átti að svara barninu frekar en fyrri daginn...en segi: Nú ef hann segir nei, þá segirðu bara: ææ, þá missir þú bara af miklu...

Hún: missa af miklu?

Ég: Jájá, segir það bara.

Hún: Sagðir þú það alltaf þegar strákarnir sögðu nei við þig...

Ég: Jájá, ég sagði þetta alltaf.

Hún: hvað með ef þeir eiga kærustu? Hvað segi ég þá?

Þarna var ég farin að éta þvottinn, en hún alveg grafalvarleg, nýkomin úr skólanum og hefur greinilega viljað hafa vaðið fyrir neðan sig og vera viðbúin öllum mögulegum og ómögulegum svörum sem gætu komið upp við slíkar aðstæður....og ég svara: Nú ef þeir eiga kærustu þá segirðu bara: Það var nú leitt....

Þetta er barnið sem vaknaði einn morguninn í apríl, teygði úr sér, leit útum gluggan og sagði: Nú er vor í lofti.

Einhverju seinna var ég að reyna að vekja hana og ákvað að tæla hana framúr og segi: Jæja Birna Karen, nú er vor í lofti...sú stutta lítur útum gluggan og segir: Jájá það er vor í lofti, en ekki í jörðu...

Eigið góðan dag elskurnar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Æ hún er dásamleg!  
Voða pælingar eru hjá börnum. Bara fyndið.

Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 12:14

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

DÚLLAN .  Það sem getur komið út úr þessum litlu munnum.  Hún er greinilega mjög skynsöm þessi .

Elísabet Sigurðardóttir, 8.9.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Unnur R. H.

Já börnin eru alveg yndisleg

Unnur R. H., 9.9.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband