Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Ferðasaga

Þegar ég var tveggja ára bjuggum við í Laugarneshverfinu, nánar tiltekið á Rauðalæk sem er næsta gata við Kleppsveginn, þessa miklu umferðargötu. Oft fékk ég að vera úti á róló sem var alveg við húsið okkar og mamma fylgdist með mér útum gluggan...en einhverntíman hafði ég sloppið því þegar pabbi er að koma heim úr vinnunni einn daginn með strætó sér hann hvar ég sit á strætóbekknum og er hann kemur útúr strætó spyr hann mig hvert ég sé eiginlega að fara og þá dinglar mín bara fótunum og segir: Ég er að fara í Drætó ( Þessu man ég ekki eftir )

En ég var ekki af baki dottin því Laugardag nokkurn þegar mamma er inni að þrífa og ég fyrir utan húsið í rólunni dettur mér það snjallræði í hug að fara í drætó og skunda uppá Kleppsveg og yfir götuna ( því strætóskýlið sem ég hafði tekið svona ástfóstri við,var þar ) og bíð eftir drætó....og þarna kikkar minni mitt inn, semsé þar sem ég stend í röðinni með fólkinu sem er að fara í vagninn, ég stend við hliðina á eldri konu sem var í síðri brúnköflóttri kápu og lét sem ég væri með henni og settist svo við hliðina á henni aftarlega í vagninum....og enginn setti útá neitt...fyrr en vagnstjórinn veitti mér athygli þegar ég var byrjuð á hring tvö....

En svo man ég ekki meir fyrr en mamma kom og sótti mig niðrá löggustöð, þar sem ég kom hlaupandi á móti henni og sagði: Mamma, mamma löggan er svo góð ( greinilegt að einhver hafði talið mér trú um annað ) En þeir gáfu mér brauð með gúrku og tómötum og ég man eftir því að sjálfsögðuSmile

Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig þetta tók hana móður mína á taugum þar sem hún leitaði að mér útum allt Laugarnesið og niðri í fjöru...og það var ekki fyrr en konan í næsta húsi kallar á hana og spyr hvort hún sé að leita af mér...já þá var búið að auglýsa eftir eftir einhverjum að sækja þessa stelputuðru á löggustöðina.


Nína og Geiri

Æ hvað ég get verið hallærisleg stundum, sit hér við tölvuna með ipodinn í eyrunum og hlusta á Nínu og Geira og fleirri lög í svipuðum dúr...ég hef ekki sett þetta dót í eyrun í marga mánuði einfaldlega vegna þess að ég nennti ekki að finna snúruna í skúffunni og hlaða tækið...semsé það þýðir ekkert fyrir mig annað en hafa þetta snúrudrasl alltaf tengt við tölvuna, svona er þetta líka þegar á að setja myndir af digital í tölvuna, nei ég fylli minnin í öllum vélunum og svo þegar allt er orðið fullt þá kannski eyði ég verstu myndunum út til að geta tekið fleirri, bara allt frekar en fara í skúffuna og finna réttu snúruna....

Já það er sem ég segi....það er ekkert svo einfalt að ekki sé hægt að flækja þaðTounge


Hvort er fallegra?

Þó ótrúlegt sé þá er ég ekki enn komin með nafn á litlu dömuna, en langar að fá smá álit hjá ykkur...hvort nafnið þykir ykkur fallegra?

Thelma Lísa eða Thelma Katrín....en hvað um Henný..og hvað gæti verið fallegt með því?

Finnst þetta verða að vera tvö nöfn þar sem hinar tvær heita tveimur nöfnumSmile


Gekk allt eins og í sögu

Fæðingin hefði ekki getað gengið betur...fékk fyrstu verki uppúr miðnætti, strax stutt á milli en vægir verkir þar til um kl 4 þá hringi ég niðrá Hreiður og er komin þar um 5 leytið og stelpan komin í heiminn 6:36 eftir tvo til þrjá rembinga....13 merkur og 49 cm....en auðvitað gat ég ekki trúað því þarna í hríðunum að fleirri konur hefðu gengið í gegnum þetta...aumingja ég....


brjáluð er ég

nú er ég ekki glöð...ég var búin að skrifa þvílíka færslu eða sögu og allt datt út....alveg grunaði mig að alltíeinu væri ég orðin stödd í desktopinu...en ætla að vista þetta áður en allt dettur út, þið getið þá grátið með mér en ferðasöguna fáið þið seinna...ég er spæld en verð að fara að kaupa nýja tölvuSmile

Litla skottið

Jæja þá tókst mér að stja inn eina mynd af litla skottinu, hún er hér til hliðar vona ég.


Að óska eftir að gerast bloggvinur?

Getur einhver sagt mér hvernig ég get óskað eftir að gerast bloggvinur...hvar ég fer og geri þetta...bara er ekki að finna þetta...er það í stjórnborðinu eða??? Einhver??

Sæl veriði

Sælt veri fólkið

ég er stödd hér hjá vinkonu minni og ætla rétt að kasta á ykkur kveðju...tölvan mín gaf sig.... en það kom lítil dama í heiminn 8.april og allt gekk eins og í sögu...ekki er búið að ákveða nöfnin ennþá, en það eiga semsé að vera tvö nöfn...öllum heilsast vel og sú stutta biður að heilsa...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband