blogg!
28.2.2008 | 01:22
Ég er að skoða bloggið hjá öðrum og sé að fólk á ekki í vandræðum með að skrifa hér, en ég bara stari á skjáinn og hugsa um að skrifa hitt eða þetta en kemst svo alltaf að því svona með sjálfri mér að það sé bara ekki við hæfi að vera að bulla um skólann, hestana, sundferðir,bíoferðir,óléttu,börnin,bílakaup,gleði,Guð,ferðalög,hugsanir og bara hvað sem er, nei það er eins og mér finnist ekkert við hæfi á þetta blogg nema þá kannski einhverjir brandarar, nema hvað ég bara man aldrei einn einasta brandara sem ég heyri...en allavega þá gengur vel í skólanum og lífið er bara yndislegt og enn hef ég ekki yfir neinu að kvarta frekar en fyrri daginn enda fer ég með bænir á morgnana og geng glöð út í daginn og þakka svo fyrir þennan gleðilega dag að kveldi.
Nú eru tæpar fimm vikur eftir af meðgöngunni ( samkvæmt settum degi sem er 30 mars ) og ég eitthvað farin að gera klárt fyrir væntanlegt barn, samt finnst mér þetta eitthvað svo óraunverulegt ennþá, hef lítið sem ekkert fundið fyrir meðgöngunni nema kannski passlega mikið af brjóstsviða, er með mjög netta kúlu, bara eins og ég sé komin fimm mánuði á leið frekar en 8, svo ég á ekki í vandræðum með að hoppa og skoppa útum allt...en er þetta ekki bara orðið fínt í bili...það held ég...bið að heilsa ykkur öllum....
kveðja Helga Nanna
Athugasemdir
Hæ þú átt ekki í vandræðum með þetta sýnist mér
Já skil vel að þér líði vel ... Gussi er góður
Gísli Torfi, 28.2.2008 kl. 01:37
Hæ þú, vona að þú munir efir mér, þótt langt sé síðan síðast

Æðileg fjölskylda sem þú átt, og stelpurnar alveg eins og þú varst
Að mínu mati er vel við hæfi að bulla um það sem manni langar til... nú ef fólk nennir ekki að lesa það sem maður hefur skifað, þá það um það.
Ha det godt... Kveðja Hulla
Hulla Dan, 28.2.2008 kl. 13:46
Hæ Helga Nanna þetta er flott hjá þig gangi þig vel
og Guð blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.3.2008 kl. 21:58
takk öll, jú auðvitað man ég eftir þér Hulla
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 4.3.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.