Breyta til
21.10.2007 | 19:43
Ég er orðin svo skelfilega leið á að sjá alltaf það sama þegar ég opna bloggið svo ég ætla bara að skrifa eitthvað svo það komi nýtt inn.
Oft sem ég heilu pistlana í huganum...en ekkert fær að fara hér inn...veit ekki hvað ég óttast nema bara mér finnst ekkert vera við hæfi á bloggið nema þá kannski einhverjir brandarar...ég bara kann enga...eða þá ég man bara endirinn á þeim...
Ég er komin 17 vikur á leið og mér líður alveg stórvel...það er af sem áður var, ég þekki það ekki að líða vel á meðgöngu...bara skelfilega....en nú ætla ég að njóta þessa alls.....en þetta er orðið kannski aðeins of persónulegt...eða hvað?
Guð veri með ykkur.
Athugasemdir
Þér er alveg óhætt að blogga um fullt hvort sem það er merkilegt eða ekki merkilegt eða fáránlegt eða ekki bara hvað sem þú vilt
Gott að þér líður vel á meðgöngunni en það er fyrir öllu 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:01
Þú kannski fattar ekki hver ég er en ég breyttist mikið eftir að ég bætti á mig þessum kílóum
en einu sinni fyrir langa löngu að þá bjuggum við í sama húsi í Snekkjuvoginum hjá henni Dottý 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.10.2007 kl. 20:04
skil þig vel með þetta persónulega,,enn svo hef ég voða gaman að lesa þegar fólk er persónulegt,,enn fæ i magann ef ég blogga ,,aðeins of mikið,,um sjálfa mig,,haltu áfram ,,,
Bergþóra Guðmunds, 25.10.2007 kl. 19:55
Helga þú ert nú svo mikill Töffari að þú ferð létt með að blogga smá kokteil :) e-aggi ... rétt sá þig í gær alltaf svo flott og fín ... góða helgi..
Gísli Torfi, 26.10.2007 kl. 08:24
Gott að þér líður vel Helga mín
endilega skrifa meira
Guð blessi þig
Ruth, 26.10.2007 kl. 22:43
já þetta er bara gott.
Ekki kann ég að blogga en
þetta er flott hjá þig
Ég kann ekki mekki en það sem ég er að gera hér fens mer gaman og er gott mál og gefandi 
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 28.10.2007 kl. 21:44
Hæ skvís
Ég sá að þú hafðir skrifað í gestabókina og já það er rétt en það er þessi Benni (bróðir Ingu )sem er pabbi barnanna minna tveggja,hafðu það gott elskan 

Katrín Ósk Adamsdóttir, 1.11.2007 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.