Annað hvort strákur eða stelpa

Alltaf jafn gaman að þessum blessuðu börnum...við mæðgur vorum staddar í sundi um helgina ásamt Ella kærastanum mínum og hans yngstu dóttir ( 4 ára ) nú ég ákveð að segja minni elstu sem var að skríða í 7 árin að nú sé að fjölga í fjölskyldunni...hún var auðvitað voða spennt og vildi segja stelpunum frá þessu og spurði einnig hvort hún mætti ekki segja Ella frá þessu ( barnsföðurnum þá ) jújú hún rýkur til hans og segir honum að mamma sé með barn í maganum og að það sé annað hvort strákur eða stelpa :)

Nú sú fjögurra ára var búin að fá fréttirnar og kemur til okkar  ( hafði verið mikið hugsi ein með sjálfri sér skammt frá )  þar sem við lágum í andapollinum og segist vera búin að finna nafn á litla barnið og skuli það heita Sólrún Katla? Við spyrjum hana hver heiti þessu nafni ( því frekar frumlegt fannst okkur nafnið vera ),  hún segir að enginn heiti það en að barnið eigi að vera kallað Sólrún Katla....nú þá spyr ég hana hvernig henni hafi eiginlega dottið þetta í hug og sú stutta bara snýr uppá sig og segir hneyksluð: Nú bara afþví að þetta er fallegt nafn.

Og ekki orð um það meir.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Guðmunds

til hamingu:)

Bergþóra Guðmunds, 18.9.2007 kl. 19:51

2 Smámynd: Ruth

Til hamingju :) blessun fylgir barni hverju

Ruth, 18.9.2007 kl. 22:55

3 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Takk fyrir það stelpur:)

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 18.9.2007 kl. 23:47

4 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

já börnin seiga satt..

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 20.9.2007 kl. 18:32

5 Smámynd: Benna

Haha frábær þessi börn, fyndið hvað þeim getur dottið svona í hug out of the blue....enn og aftur til hamingju sæta með litla bumbubúann.

Benna, 21.9.2007 kl. 10:05

6 identicon

Hæ skvís.. er bra nýbúin að sjá kvittið frá þér í gestabókina mína.. verð að fara senda þér eitthvað af þessum myndum síðan við vorum á Spáni Þótt þær séu ekki margar ! 

En til hamingju með litla bumbubúann elskan mín

xoxox

Sonja 

Sonja Berglind (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband