Hvort er fallegra?
16.6.2008 | 16:46
Þó ótrúlegt sé þá er ég ekki enn komin með nafn á litlu dömuna, en langar að fá smá álit hjá ykkur...hvort nafnið þykir ykkur fallegra?
Thelma Lísa eða Thelma Katrín....en hvað um Henný..og hvað gæti verið fallegt með því?
Finnst þetta verða að vera tvö nöfn þar sem hinar tvær heita tveimur nöfnum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Gekk allt eins og í sögu
13.6.2008 | 18:50
Fæðingin hefði ekki getað gengið betur...fékk fyrstu verki uppúr miðnætti, strax stutt á milli en vægir verkir þar til um kl 4 þá hringi ég niðrá Hreiður og er komin þar um 5 leytið og stelpan komin í heiminn 6:36 eftir tvo til þrjá rembinga....13 merkur og 49 cm....en auðvitað gat ég ekki trúað því þarna í hríðunum að fleirri konur hefðu gengið í gegnum þetta...aumingja ég....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
brjáluð er ég
12.6.2008 | 13:45

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Litla skottið
7.6.2008 | 13:54
Jæja þá tókst mér að stja inn eina mynd af litla skottinu, hún er hér til hliðar vona ég.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Að óska eftir að gerast bloggvinur?
2.6.2008 | 22:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sæl veriði
1.6.2008 | 19:51
Sælt veri fólkið
ég er stödd hér hjá vinkonu minni og ætla rétt að kasta á ykkur kveðju...tölvan mín gaf sig.... en það kom lítil dama í heiminn 8.april og allt gekk eins og í sögu...ekki er búið að ákveða nöfnin ennþá, en það eiga semsé að vera tvö nöfn...öllum heilsast vel og sú stutta biður að heilsa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Daman lætur bíða eftir sér
31.3.2008 | 21:39
Já sú stutta ætlar aðeins að láta bíða eftir sér, en það eru víst allar konur að ganga með eitthvað framyfir nú á dögum...ég spái henni ekki í heiminn fyrr en 2 april...eða kallinn öllu heldur og ég er alveg á því líka....
Ég er eitthvað búin að vera að spá í nafni á krílið en er bara alveg blönk á hugmyndir...einhverjar uppástungur?? Var alveg með nöfnin á hinum stelpunum á hreinu bara á miðri meðgöngu eða svo en ég held að við verðum að sjá þessa dömu áður en það verður eitthvað ákveðið.....en allavega hún mun fá eitthvað nafn eða nöfn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Bob Dylan
28.3.2008 | 16:19
Ég neyddist til að setjast við tölvuna því ég varð að kaupa miða á tónleikana með Dylan og þá er eins gott að blogga smá í leiðinni....
Mig langar líka mikið á Eric Clapton, en hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var 10-11 ára og þá sérstaklega lagið Lay down sally, bara fæ ekki leið á þessu lagi....en ég held að það sé uppselt á hann og læt þetta þá bara duga.....en ef ég hefði þurft að velja á annað borð hefði ég farið á þessa tónleika með Dylan, en svo væri ég til í að fá Rolling Stones - Tinu Turner og Pink floyd, svo ég biðji nú ekki um meira Annars kom nú annar söngvarinn hér fyrir nokkrum árum, held það hafi verið Gilmour, en ég missti af því algerlega
Já ég var bara eitthvað annars hugar, en ég ætlaði sko alveg að fara, þangað til ég var búin að missa af öllu saman og ætla ekki að láta það gerast núna, enda hef ég enga afsökun núna...alveg kýrskýr í kollinum...............Þá að öðru....
Ég er sett núna á Sunnudaginn en alveg er ég viss um að þetta ætlar að vera Aprilbarn, svo ég er bara róleg yfir þessu öllu saman...hef mestar áhyggjur af því að komast ekki niður á fæðingadeild í tæka tíð því síðast fæddi ég heima... um klst eftir fyrstu verki var barnið komið og mamma tók á móti henni áður en sjúkrabíllinn náði á svæðið....og stúlkan sú hefur verið óþolinmóð æ síðan
En nú er eins gott fyrir mig að fara að sækja þær stöllur og bið að heilsa í bili....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tíminn flýgur!
14.3.2008 | 02:05
Jæja nú hef ég ekki bloggað í 5 daga fyrir utan kvabbið hér fyrir neðan...svakalega líður tíminn hratt....en ég bæti úr þessu hér með...
Nú eru rúmar tvær vikur þar til settur dagur rennur upp og mig bara hlakkar til....annars var ég að lesa bloggið hennar Hullu hér áðan og ég bilaðist alveg úr hlátri að það hvarflaði að mér að nú færi fæðingin af stað, þvílík voru átökin að ég hélt ég myndi vekja stelpurnar...
Nú mér gekk ágætlega í þessu blessaða prófi...7.5...hefði betur lesið alla bókina því mér er ekki vel við tölur undir 8, allavega ekki í þessu samhengi....
Jæja nú er ég búin í bakinu....er aðeins farin að finna fyrir óléttunni.... þó það nú væri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú er mér allri lokið
14.3.2008 | 01:53


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)