Daman lætur bíða eftir sér
31.3.2008 | 21:39
Já sú stutta ætlar aðeins að láta bíða eftir sér, en það eru víst allar konur að ganga með eitthvað framyfir nú á dögum...ég spái henni ekki í heiminn fyrr en 2 april...eða kallinn öllu heldur og ég er alveg á því líka....
Ég er eitthvað búin að vera að spá í nafni á krílið en er bara alveg blönk á hugmyndir...einhverjar uppástungur?? Var alveg með nöfnin á hinum stelpunum á hreinu bara á miðri meðgöngu eða svo en ég held að við verðum að sjá þessa dömu áður en það verður eitthvað ákveðið.....en allavega hún mun fá eitthvað nafn eða nöfn
Athugasemdir
Mer finnst Hugljuf alltaf rosalega heillandi. Tad er lika svo audvelt ad bera tad nafn sem barn
Hafdu bara seinna nafnid Sól, tad er svo svakalega jákvætt.
Va tad er til svo ofsalega mikid af fallegum nøfnum... Tig dreymir sennilega eitthvad fallegt nafn
Hlakka til ad heyra framhald... Gangi tér sem allra best.
Hulla Dan, 31.3.2008 kl. 22:17
Úff það er svo erfitt að bíða síðustu dagana
ég skil þig vel,en kannski kemur hún á morgun og enginn trúir því
hehehehe
En Guð blessi ykkur og varðveiti yfir algjörlega
og endilega leyfðu okkur að fylgjast með
Ruth, 31.3.2008 kl. 23:41
ef það verður strákur þá áttu að skýra hann " Gísla Eirík Helguson "
ekki spurning.
gangi þér rosa vel Helga mín
Gísli Torfi, 1.4.2008 kl. 02:30
Það væri flott ef skvísan kæmi á morgunn,hún amma verður 87 á morgunn
Nöfn já,nú þarf ég að leggja höfuðið í bleyti.......Krista,Sara Ísabel,Alexía,Aþena,Anika,Ísold,Elíana,Elísa,Emelía,Sóley,Dana,Júlía,Kara,Kamilla,Karen,Nadía,og örugglega milljón önnur flott nöfn
Knús á þig Helga mín 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 1.4.2008 kl. 14:30
Ú Ú ég veit... Vala eða Lotta
Nei Lísa. ómg eins gott að ég sé ekki að fara að velja nafn. Gæti sennilega aldrei ákveðið mig.
Hulla Dan, 1.4.2008 kl. 15:49
Stelpan mín heitir; Sóldís...og þú mátt alveg fá það lánað
Birta er líka yndislegt nafn....gangi þér/ykkur allt í haginn
Heiða Þórðar, 1.4.2008 kl. 23:12
já takk frábært...mikið af fallegum nöfnum....en Gísli , Eiríkur og Helgi...var einmitt að hlusta á þá á Latarbæjarradio í dag hehe...held ekki fyrst þetta á nú að vera stelpa
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:11
hæhæ, já adam var orðin 4 mánaða þegar við loksins fundum nafnið á hann.. þett kemur, lika kanski gott að sjá hann fyrst. en já ég er altaf að reina að venja mig af þessu ljotu orðum, þetta er allt að koma, hafðu það gott og gangi þér vel á fæðingardeildinni:)
Maríanna Lind Mánadóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:52
Gangi þér vel........... é að þú ert að kvilla rúmlega 8 í gær.... Eitthvað búið að gerast??
Helga Dóra, 3.4.2008 kl. 22:16
Hæ Helga Nanna mín rakst á síðuna þína fyrir tilviljun:) Gaman að sjá hvað þú virðist hafa það gott og ekki skemmir fyrir að eiga von á 3 dömunni:) Gangi þér allt í haginn og til hamingju með þetta ekkert smá sætar eldri stelpurnar þínar:) kveðja úr vesturbænum
Þóra Steina (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.