Bob Dylan
28.3.2008 | 16:19
Ég neyddist til að setjast við tölvuna því ég varð að kaupa miða á tónleikana með Dylan og þá er eins gott að blogga smá í leiðinni....
Mig langar líka mikið á Eric Clapton, en hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég var 10-11 ára og þá sérstaklega lagið Lay down sally, bara fæ ekki leið á þessu lagi....en ég held að það sé uppselt á hann og læt þetta þá bara duga.....en ef ég hefði þurft að velja á annað borð hefði ég farið á þessa tónleika með Dylan, en svo væri ég til í að fá Rolling Stones - Tinu Turner og Pink floyd, svo ég biðji nú ekki um meira Annars kom nú annar söngvarinn hér fyrir nokkrum árum, held það hafi verið Gilmour, en ég missti af því algerlega
Já ég var bara eitthvað annars hugar, en ég ætlaði sko alveg að fara, þangað til ég var búin að missa af öllu saman og ætla ekki að láta það gerast núna, enda hef ég enga afsökun núna...alveg kýrskýr í kollinum...............Þá að öðru....
Ég er sett núna á Sunnudaginn en alveg er ég viss um að þetta ætlar að vera Aprilbarn, svo ég er bara róleg yfir þessu öllu saman...hef mestar áhyggjur af því að komast ekki niður á fæðingadeild í tæka tíð því síðast fæddi ég heima... um klst eftir fyrstu verki var barnið komið og mamma tók á móti henni áður en sjúkrabíllinn náði á svæðið....og stúlkan sú hefur verið óþolinmóð æ síðan
En nú er eins gott fyrir mig að fara að sækja þær stöllur og bið að heilsa í bili....
Athugasemdir
Vá hvað ég ætla sko líka á Dylan og Clapton... þegar þeir koma til Danmerkur.
Þóra (r-nes mær) bauð mér á George Michael tónleika í fyrra og það er mesta upplifun sem ég hef fengið í ótrúlega langan tíma. Aldrei upplifað svona flott sjóv og allt.
Ohhhh frábært fyrir mömmu þína
að fá að taka á móti.
Þú mátt til með að koma með þá sögu við tækifæri.
Gangi þér alveg guðdómlega vel og mig hlakkar óskaplega til að sjá myndir af litla barninu
Hulla Dan, 28.3.2008 kl. 16:46
Já flott hjá þér Helga að skella þér á meistarann... skildi þó barnið ekki koma á þriðjudaginn og enginn myndi trúa þér fyrir því
Góðar kveðjur í móðurkvið
með von um að allt gangi smurt og easy fyrir sig.
kv G
Gísli Torfi, 29.3.2008 kl. 06:02
Ég náði líka í miða fyrir okkur Ragga ,gaf honum það í afmælisgjöf
,frábært við hittumst þá vonandi á tónleikunum 
Ruth, 31.3.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.