Hitt og þetta
14.12.2007 | 14:59
Nú er ég búin að fara útum allt að leita eftir tölvuborði og þau eru öll svo stór sem eitthvað er varið í, þannig að nýi skjárinn er bara undir rúmi og engin tölva tengd...ekki ætla ég að fara að troða tölvunni uppá eldhúsborð....en ég vona að ég reddi þessu í dag því ég er á nálum með að þessi fari að hrynja og allar myndirnar glatist....
En ég fékk inngöngu í skólann eftir áramót...var hálf smeyk við að nú myndu þeir ekki hleypa mér inn þar sem ég sótti um í fyrra og árið þar á undan og fékk inngöngu en sneri mér að öðru miður skemmtilegu....en allavega þá hlakka ég til...
Ég er búin að versla megnið af jólagjöfunum....og þá er bara maturinn og tréð eftir, en við vorum of sein í fyrra að kaupa tré...allt uppselt og líka gervitrén, en við vorum samt með tré á jólunum en ég ætla ekki að segja hvernig við redduðum því
Nú ef svo ótrúlega vildi til að ég kæmi ekki með færslu fyrir jól þá bara segi ég við ykkur elskurnar mínar.....
Gleðileg jól
Athugasemdir
sá þetta blokk hjá þér til hamingju með það að komast í skólan ég veit smá hver þú ert en er viss um að þú vitir ekki hver ég er en hvað um það í ikea er til tölvuborð sem tekur alls ekki mikið plás og kostar ekki nema um 5000 krónur var að skoða það inn til stráksins míns þvi það má ekki vera stórt það er úr spítum eru til í 4 litum minnir mig kveðja
ein sem elska ikea (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 11:46
Til hamingju með með inngöngu í skólann
Ætlaru að vera þangað til að litla snúllan kemur í heiminn ? Þú ert aldeilis orðin dugleg elsku Helga
en ég hef reyndar alltaf vitað að það væri töggur í þér skvís
Eigðu góðan Sunnudag skvísa 
Katrín Ósk Adamsdóttir, 16.12.2007 kl. 12:32
já til hamingju með að fá inngöngu í skóla
og gangi þig vel í þessu öllu og Guð blessi þig
GLEÐILEG JÓL
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.12.2007 kl. 00:34
Gleðileg Jól Helga mín og tl hamingju með skólann... Drottinn blessi þig og þína fjölskyldu.
Gísli Torfi
Gísli Torfi, 24.12.2007 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.