Nína og Geiri

Æ hvað ég get verið hallærisleg stundum, sit hér við tölvuna með ipodinn í eyrunum og hlusta á Nínu og Geira og fleirri lög í svipuðum dúr...ég hef ekki sett þetta dót í eyrun í marga mánuði einfaldlega vegna þess að ég nennti ekki að finna snúruna í skúffunni og hlaða tækið...semsé það þýðir ekkert fyrir mig annað en hafa þetta snúrudrasl alltaf tengt við tölvuna, svona er þetta líka þegar á að setja myndir af digital í tölvuna, nei ég fylli minnin í öllum vélunum og svo þegar allt er orðið fullt þá kannski eyði ég verstu myndunum út til að geta tekið fleirri, bara allt frekar en fara í skúffuna og finna réttu snúruna....

Já það er sem ég segi....það er ekkert svo einfalt að ekki sé hægt að flækja þaðTounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Púff varla verra en það sem ég er að hlusta á mín kæra, nefnilega Bjögga Halldórs....

Heiða Þórðar, 20.6.2008 kl. 00:22

2 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Já bara alveg frábær hann Bjöggi...mikið hlustað á hann gegnum tíðina...Þó líði ár og öld....

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 20.6.2008 kl. 00:26

3 Smámynd: Hulla Dan

Gamalt og gott

Hulla Dan, 20.6.2008 kl. 06:18

4 Smámynd: Þóra Björk Magnús

  Thú ert nú meira flókatryppid Helga mín  

Þóra Björk Magnús, 20.6.2008 kl. 06:33

5 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Nína og Geiri og við ferðumst aftur í tímann.....ekki satt????

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 20.6.2008 kl. 11:43

6 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Nína og Geiri klikka ekki.  Langt síðan maður hefur hlustað á það.

Hafðu það gott um helgina

Elísabet Sigurðardóttir, 20.6.2008 kl. 12:03

7 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

það gamla er alltaf best

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 20.6.2008 kl. 19:21

8 Smámynd: Gísli Torfi

Nína og Geiri 25 árum síðar með Hvanndalsbræðrum er langbest. " algjör snilld" tímamótalag

ps með nafnið Helga mín  þá er Gíslína Diljá langflottast

Gísli Torfi, 22.6.2008 kl. 01:51

9 identicon

Maríanna Lind Mánadóttir (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 16:42

10 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

já vissulega fer maður aftur í tímann með þessum gömlu góðu.....annars hlusta ég alltaf á eitthvað gamalt...smokie...dr.Hook...Presley...Eric Clapton....Pink Floyd and on and on...já flókatrippi...pabbi yrði hrifinn af þeirri samsetningu....kallar mig alltaf trippi...og við vissar kringumstæður ( sem ég vona að komi aldrei aftur ) segir hann: Dýrið gengur laust! Diljá finnst mér flott nafn...Gíslína ekki svo.... Ég væri sko meira en til í að heyra lagið með þeim bræðrum....

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 23.6.2008 kl. 15:53

11 Smámynd: Hulla Dan

ELSKA Dr.Hook

Búin að sitja yfir youtube og horfa á allt sem er hægt með þeim hokkurum.
Strákarnir komnir með æði og allt að verða vitlaust á heimilinu.

Knús og kossar...

Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 19:00

12 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ertu enn að hlusta á Nínu og Geira???? Ég bíð spennt eftir nýrri færslu mín kæra. Ég er alltaf að hringja í hsímann þinn.........en þú ert örugglega úti að sleikja sólina alla daga???? Ekki satt???? Knús

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 24.6.2008 kl. 23:36

13 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Nei Elín, ég hef lítið verið í sólinni með barnið....er alltaf heima...þú hittir bara svona illa á eða ert með vitlaust númer...annars var ég í ferðalagi um helgina..færslan fer að koma...

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:01

14 identicon

halló vildi bara kvitta hér, ( þú manst kannski ekkert eftir mér en var kölluð Harpa litla í Reykjanesi ) , datt af Hullu bloggi hingað inn.... ;O) Já gaman að taka rúntinn í bloggheiminum. Vildi líka óska þér til hamingju með 3 stelpuna þína...dugleg kona.

Og annað Nönnu nafnið þitt hefur mér alltaf fundist svo sérstakt og fallegt, og finnst mér að þú eigir að skíra skvísuna Nönnu Katrínu...

Mitt mat endurspeglar of course not mat allra en langaði samt að tjá mig hér ;O) Eigðu góðan tíma með snúllunum þínum.

Harpa Hall (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 15:02

15 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Takk fyrir það Harpa....auðvitað man ég eftir þér, hvað annað:)

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband