Ferðasaga

Þegar ég var tveggja ára bjuggum við í Laugarneshverfinu, nánar tiltekið á Rauðalæk sem er næsta gata við Kleppsveginn, þessa miklu umferðargötu. Oft fékk ég að vera úti á róló sem var alveg við húsið okkar og mamma fylgdist með mér útum gluggan...en einhverntíman hafði ég sloppið því þegar pabbi er að koma heim úr vinnunni einn daginn með strætó sér hann hvar ég sit á strætóbekknum og er hann kemur útúr strætó spyr hann mig hvert ég sé eiginlega að fara og þá dinglar mín bara fótunum og segir: Ég er að fara í Drætó ( Þessu man ég ekki eftir )

En ég var ekki af baki dottin því Laugardag nokkurn þegar mamma er inni að þrífa og ég fyrir utan húsið í rólunni dettur mér það snjallræði í hug að fara í drætó og skunda uppá Kleppsveg og yfir götuna ( því strætóskýlið sem ég hafði tekið svona ástfóstri við,var þar ) og bíð eftir drætó....og þarna kikkar minni mitt inn, semsé þar sem ég stend í röðinni með fólkinu sem er að fara í vagninn, ég stend við hliðina á eldri konu sem var í síðri brúnköflóttri kápu og lét sem ég væri með henni og settist svo við hliðina á henni aftarlega í vagninum....og enginn setti útá neitt...fyrr en vagnstjórinn veitti mér athygli þegar ég var byrjuð á hring tvö....

En svo man ég ekki meir fyrr en mamma kom og sótti mig niðrá löggustöð, þar sem ég kom hlaupandi á móti henni og sagði: Mamma, mamma löggan er svo góð ( greinilegt að einhver hafði talið mér trú um annað ) En þeir gáfu mér brauð með gúrku og tómötum og ég man eftir því að sjálfsögðuSmile

Ég ætla ekki að segja ykkur hvernig þetta tók hana móður mína á taugum þar sem hún leitaði að mér útum allt Laugarnesið og niðri í fjöru...og það var ekki fyrr en konan í næsta húsi kallar á hana og spyr hvort hún sé að leita af mér...já þá var búið að auglýsa eftir eftir einhverjum að sækja þessa stelputuðru á löggustöðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ó ég elska svona minningar
Eymingja mamma þín... Þú hefur nú alltaf látið hafa pínu fyrir þér, er það ekki? Á eina eins og þig  hún er æði.

Láttu þér líða vel snúllan mín og vona að þú sért komin með nafnið.

Hulla Dan, 30.6.2008 kl. 20:00

2 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Ó hvað þetta er dúllulegt  (á meðan þetta endar vel:).  Sé þetta fyrir mér dúllan mín.  Ég á eina svona sögu af mér þegar ég var 3 ára, kem með hana fljótlega.

Hlakka svaka til að heyra nafnið, það er svo erfitt að bíða svona.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 30.6.2008 kl. 20:40

3 identicon

æjj þetta var nú skemtileg saga:) ég á nokkrar góðar sem ég kem með seinna:) og já ég hlakka líka til að heyra nafnið:)

Maríanna Lind Mánadóttir (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Helga Nanna Guðmundsdóttir

Já stelpur endilega komið með sögurnar, verð að fá að heyra þær.....nafnið er eiginlega komið.....en ég get sagt ykkur að það fór aðeins í aðra átt...en ég finn frið með þetta nafn eða er sátt og vona að það haldist...þori samt ekki að láta það uppi...

Jú Hulla hafa fyrir mér eða kannski verið svoldið erfið hefur mörgum fundist og þá kannski frekar karlkyninu...ég samt skil það ekki alveg hvað er svona erfitt eikkað.

Helga Nanna Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:55

5 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Góð saga gangi þig vel Helga nanna

KV:Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 1.7.2008 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband